Færsluflokkur: Bloggar
26.4.2009 | 19:34
nýjar starfsreglur fyrir alþingi!
Eðlilega hefur maður að vera að spá í þessa stofnun sem kallast alþingi, það er margt skrítið sem þarna fer fram.
Sem dæmi er hversu stutt það starfar á hverju ári, laun og hlunnindi og hversu rosalega léleg mæting er hjá mörgum þarna. Þannig að ég ákvað að semja reglur sem að mér finnst að mæti taka upp hjá þessum mönnum.
1. Minna frí, hámark 8 vikur á ári
2. Meiga ekki vera í annarri vinnu en á alþingi, geta ekki verið bæði í vinnu hjá ríki og sveitarfélögum. Ef að þeim langar svona rosalega að sinna sínu sveitarfélagi þá geta þeir gert það launalaust.
3. Það á að taka upp einhverskonar mætingarskyldu, það er lámark að þeir séu þarna 70% á ári.
4. Skera niður hlunnindi eins og aðstoðarmenn og rekstrarkostnað á skrifstofuvörum, bílastyrk og flest annað sem snýr að þessu batterí.
5. Fækka nefndum um 50% og skera niður laun vegna nefndarsettu.
Það er örugglega hægt að telja endalaust upp hvernig bæta mæti þessa stofnun svo að hún teljist sannfærandi og virðingaverð.
En á meðan þetta sukk er til staðar þarna inni þá er mjög erfitt að bera virðingu fyrir þeim sem þarna vinna.
Og hvað er þetta með að konum hefur fjölgað á þingi?? Mér er alveg sama hver það er sem er að vinna þarna svo lengi að það gerist eitthvað að viti þarna, þetta á ekki að snúast um typpi og píku!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.2.2009 | 22:33
sigur og hreint
1-0 var það, eitthvað sem maður er farinn að kannast við hjá mínum mönnum þetta tímabilið. Nokkuð góður leikur enga síður, eflaust eru West Ham ekki ekki sáttir við að fá alla vega ekki stig en svona er þetta bara.
Flott að sjá Rafael aftur í liðinu, stóð sig vel, Ronaldo ver aftur á móti ekki að gera neina sérstaka hluti, gat ekki einu sinni dottið sannfærandi. Heði viljað sjá gult þegar hann var að reyna að veiða víti. Það verður að taka á þessum leikaraskap hjá honum sem og öðrum í deildinni, annars halda menn þessu endalaust áfram. Já ég veit að það er aldrei hægt að koma í veg fyrir leikaraskap í boltanum en það myndi samt verða minna um hann ef að það yrði tekið almennilega á þessu.
Ronaldo er líka að fá þetta í hausinn þegar að það er brotið á honum í en dómarar sleppa því af því að þetta er Ronaldo.
13 leikir í röð án þess að fá á sig mark og 9 1-0 sigurinn. 31 mark í plús sem er ekki slæmt, 41-10 en Liverpool er 42-17, Aston Villa 42-24 og Chelzki 44-15.
EN afhverju eru þá menn að tala um að United spili leiðinda bolta? Skal alveg viðurkenna að sumir þessara 1-0 sigurleikja hafa ekki verið neitt augnayndi, en þetta eru þó 28 stig. Væri t.d. hægt að halda því fram að einhverjir af þeim 9 jafnteflisleikjum hjá Liverpool hafi verið skemmtilegir?
Ég skal alveg viðurkenna það að mínir menn hafa ekki verið að sýna neinn súper bolta en það hafa að mínu mati ekki neinn af toppliðunum heldur gert. Mér hefur finnst að deildin sé mun jafnari en áður sem sést best á töflunni eins og hún er í dag, það eru allir að hirða stig af öðrum liðum þannig að liðin eru orðin varkárari.
Ég veit bara að United má ekki misstíga sig mikið ef ekki á illa að fara, enda eru tveir af síðustu þremur leikjunum hjá þeim á móti Man. City og Arsenal (enda á útivelli á móti Hull), reyndar á heimavelli en þetta eru ekki beint þau 2 lið sem maður vildi eiga eftir á þessum tíma.
Kv. Gaui
Man. Utd aftur á toppinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.2.2009 | 21:07
Rugby (ekki amerískur fótbolti)
Afhverju ætli að það er ekki sýnt frá þessari íþrótt hér á landi?
Nú fer að hefjast 6 þjóðamótið (6 Nations). Þetta mót fer fram árlega og þar keppa liðin einn leik sín á milli. Þau lið sem taka þátt í þessari keppni eru, England, Skotland, Írland, Frakkland, Ítalía og núverandi meistarar Wales.
Þetta er alvöru íþrótt sem er hreint ótrúlega gaman að horfa á, hraðinn er ótrúlegur í þessu, menn eru alveg á fullu í 80 mín og ekkert er gefið eftir enda er harkan mikill, enda eru flestir sem maður talar við um Rugby með sömu ímyndun um leikmennina; tannlausir með nefið út á kinn og hluti af eyra er farið af. Samt er ótrúlega lítið um meiðsli í þessari íþrótt, enda eru menn með græjur til að verja sig. Sumir eru með hlíf eins og Petr Ceck er með í markinu hjá Chelzki, margir eru með tapað yfir hluta af eyrunum, allir eru með góm eins og boxarar en þetta eru ekki innpakkaðar stera barbídúkkur eins og maður sér i NFL.
Þeir eru reyndar með vídeódómara sem er í lagi enda er mikið sem gengur á og oft sér dómarinn ekki öll brott og þá er hann látinn vita af því og tekur hann þá á því þegar leikurinn er stopp ef að það er nauðsynlegt.
Annars er dómarinn alveg heilagur og eingöngu fyrirliðar geta talað við hann ef að eitthvað kemur uppá, og það er alveg ótrúlegt að horfa á þessa reglu ganga upp í þessu sporti og svo horfir maður á fótbolta þar sem sama regla er í gangi en oftast eru 5-6 leikmenn sem mótmæla og stundum oftar.
Sem betur fer hef ég aðgang að skysports þannig að ég æti að geta séð nokkra leiki en að þetta skuli ekki vera í boði miðað við að það er verið að sýna útúr þynnta útgáfu af þessari íþrótt hér á landi skil ég bara ekki!
Nóg í bili
Gaui
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.1.2009 | 13:49
Keppa um hvað
Cudicini kominn í raðir Tottenham | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.1.2009 | 01:44
sérmeðferð??
Berum leiki þessara liða saman frá því í lok desember, það er eftir að United kom heim frá Tokyó.
United Arsenal
1) 29 des. deildin 26 des deildin
2) 4 jan FA Cup 28 des deildin
3) 7 jan Carling cup 3 jan FA cup
4) 11 jan deildin 10 jan deildin
5) 14 jan deildin 17 jan deildin
6) 17 jan deildin 25 jan FA cup
7) 20 jan carling cup 28 jan deildin
8) 24 jan Fa cup 31 jan deildin
9) 27 jan deildin 8 feb deildin
10) 2 feb deildin 21 feb deildin
11) 8 feb deildin 24 feb uefa
12) 17 feb deildin 28 feb deildin
13) 21 feb deildin
14) 24 uefa
15) 1 mars carling final sem þýðir frestaður leikur
Ég veit ekki alveg hvar hann Wenger sér í þessu dæmi að United sé að fá einhver fríðindi í leikjadagskrá!
Heimild BBC
Wenger segir Manchester fá sérmeðferð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.1.2009 | 22:12
vandræði á vellinum í dag
Millwall aðdáendur stóðu fyrir sínu í dag og héldu uppteknum hætti og voru með vandræði á heimavelli Hull í dag. Fyrir leik í dag þurfti að kalla til óeirðarsveit lögreglu þegar þeir réðust á heimamenn. Leikurinn var víst annars leiðinlegur nema í seinni hálfleik þurfti dómarinn að gefa 6 gul. Svo eftir leik var löggan við öllu búinn og var fjölmennt lið þeirra komið á völlinn um leið og flautað var af. Heimamenn reyndu þó hvað þeir gátu til að að æsa aðkomu menn um en valarverðir og lögregla héldu mönnum aðskildum.
Það er greinilega ennþá smá "stuð" í Millwall aðdáendum enda ekki að óþörfu inná topp 3 verstu aðdáendum á Englandi!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.1.2009 | 10:17
planið með þetta blogg!
Ég ætla að blogga um íþróttir, mest um fótbolta en það slæðist kannski eitt og annað hérna með um annað sport.
Tónlist flýtur með sama hvort ég hlusta á það eða ekki.
Verður meira svona bara fyrir mig, verð stundum að koma bullinu frá mér sem annars bara velkist um í hausnum mínum
Fótbolti er nr.1 hjá mer, en ég fylgist líka með NBA, NHL handbolta hér heima og erlendis (maður verður nú að fylgjast með silfurdrengjunum okkar!)
Ég er skagamaður fyrst og fremst. En Manchester United kemur þar strax á eftir, fylgist reyndar flestum öðrum deildum líka og er Juventus mitt lið á Ítalíu og Barcelona á Spáni. Gæti reyndar talið endalaust upp en sleppi því núna.
Tónlist er áhugamál nr.2, reyni að fylgjast vel með og að vera opin fyrir sem flestu. Þarf reyndar að fylgjast vel með vegna dætranna sem því miður hlusta mest á FM 957 en það er eitthvað sem þær verða að lifa við ekki ætla ég að reyna að breyta því. Verð að viðurkenna að mig hefur náttúrulega langað til þess en það væri ekki bara ekki rétt gagnvart þeim.
Hættur að bulla.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)