Rugby (ekki amerískur fótbolti)

Afhverju ætli að það er ekki sýnt frá þessari íþrótt hér á landi?

Nú fer að hefjast 6 þjóðamótið (6 Nations). Þetta mót fer fram árlega og þar keppa liðin einn leik sín á milli.  Þau lið sem taka þátt í þessari keppni eru, England, Skotland, Írland, Frakkland, Ítalía og núverandi meistarar Wales.

Þetta er alvöru íþrótt sem er hreint ótrúlega gaman að horfa á, hraðinn er ótrúlegur í þessu, menn eru alveg á fullu í 80 mín og ekkert er gefið eftir enda er harkan mikill, enda eru flestir sem maður talar við um Rugby með sömu ímyndun um leikmennina; tannlausir með nefið út á kinn og hluti af eyra er farið af. Samt er ótrúlega lítið um meiðsli í þessari íþrótt, enda eru menn með græjur til að verja sig. Sumir eru með hlíf eins og Petr Ceck er með í markinu hjá Chelzki, margir eru með tapað yfir hluta af eyrunum, allir eru með góm eins og boxarar en þetta eru ekki innpakkaðar stera barbídúkkur eins og maður sér i NFL.

Þeir eru reyndar með vídeódómara sem er í lagi enda er mikið sem gengur á og oft sér dómarinn ekki öll brott og þá er hann látinn vita af því og tekur hann þá á því þegar leikurinn er stopp ef að það er nauðsynlegt. 

Annars er dómarinn alveg heilagur og eingöngu fyrirliðar geta talað við hann ef að eitthvað kemur uppá, og það er alveg ótrúlegt að horfa á þessa reglu ganga upp í þessu sporti og svo horfir maður á fótbolta þar sem sama regla er í gangi en oftast eru 5-6 leikmenn sem mótmæla og stundum oftar.

Sem betur fer hef ég aðgang að skysports þannig að ég æti að geta séð nokkra leiki en að þetta skuli ekki vera í boði miðað við að það er verið að sýna útúr þynnta útgáfu af þessari íþrótt hér á landi skil ég bara ekki!

Nóg í bili 

Gaui


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband