24.1.2009 | 21:53
úrslit dagsins
Það var FA-CUP dagur í dag, fá kom á óvart nema að Portsmouth féll úr leik sannfærandi 0-2 gegn Swancea.
Chelsea vann Ipswich 3-1, Chelsea komst yfir 1-0 en Ipswich jafnaði i fyrri hálfleik. Chelsea bæti svo við 2 mörkum í seinni þannig að væntanlega sannfærandi sigur hjá þeim.
Hull vann Millwall 2-0, og Fulham vann Kettring 2-4 í að það sem ég sá fjörugum leik, einnig komust áfram Sheffield United, Coventry, Watford og Middlesbrough.
Aston Villa þarf að endurtaka sinn leik, einnig West Brom og svo þurfa Blackburn og Sunderland að spila aftur.
Mínir menn í Manchester United unnu sannfærandi sigur á Tottenham í dag 2-1 þrátt fyrir að lenda 0-1 undir, fannst United spila einn af sínum betri leikjum í fyrirhálfleik í dag. Gaman var að sjá Fabio í vinstribakverði en fúlt að hann hafi bæst á meiðslalistann. Einnig kom nýi Serbinn inn, fékk ekki langan tíma en það verður gaman að sjá hvernig hann á eftir að koma inní þetta lið.
Úr öðrum deilum þá vann Celtic Hibernian 3-1 og bæti stöðu sína en betur á toppi hinar bráð skemmtilegu og jöfnu deildar í skotlandi. Eru reyndar ekki nema en 4 stigum á undan Rangers en ég vona það besta.
Juventus vann Fiorentina 1-0 sem þýðir að þeir eru á toppnum alla vega í nótt þar sem Inter Mílan eiga leik inni. Gaman að sjá mína menn komna þangað þar sem þeir eiga heima eins og er!!
Í Hollandi halda mínir menn í Feyenoord að valda vonbrigðum, gerðu jafntefli 1-1 á heimavelli, en gaman að sjá að það eru ekki lengur sömu liðin sem eru í toppnum þarna. AZ Alkmaar (47 stig) á toppnum Ajax (41 stig) svo koma Twente (37 stig) og Heerenveen (35 stig). í 5 sæti er svo PSV (32 stig), reyndar eiga Ajax og Twente leik inni. En alla vega kominn nýi lið í toppinn þar.
Svo unnu mínir menn í KRC Genk loksins leik í Belgíu
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.